Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Bæjarstjórn Seltjarnarness - nýjar forsendur fjárhagsáætlunar

Engin hækkun á gjaldskrá skóla né velferðarþjónustu

27.10.2008

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur snúið bökum saman og sammælst um nýjar forsendur fjárhagsáætlunar bæjarins á komandi ári í ljósi breyttra aðstæðna í efnahagslífinu.

Bæjarstjórn Seltjarnarness ákvað á fundi sínum hinn 22. október sl. eftirfarandi:

  • Gjaldskrár leikskóla, grunnskóla, heilsdagsskóla og almennrar velferðarþjónustu verða ekki hækkaðar.
  • Engin hækkun verður á álagningarhlutfalli útsvars, nú 12,10%, né fasteignagjalda. Þá verður afsláttur á fasteignagjöldum óbreyttur.
  • Starfsfólki verður ekki fækkað.
  • Markmið aðgerða bæjarstjórnar er að nýta fjárhagslegan styrk bæjarins til að standa vörð um lífsgæði og þjónustu við bæjarbúa og starfsöryggi þeirra sem starfa í þágu Seltjarnarnesbæjar.

Helstu forsendur nýrrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 eru: Launaliðir hækka um 5% í ljósi væntanlegra kjarasamninga. Engin áform eru um uppsagnir starfsfólks, en dregið verður úr nýráðningum eftir aðstæðum.

Ekki er gert ráð fyrir hækkun á öðrum rekstrarliðum. Fjárheimildir sviða verða að jafnaði ekki auknar á árinu 2009 en rekstrarútgjöld endurskoðuð með því markmiði að ná fram sparnaði og samhæfingu í rekstri málaflokka.

Gert er ráð fyrir 8 % lækkun útsvarstekna miðað við árið 2008 vegna samdráttar í þjóðfélaginu. Þrengri fjárhagsstöðu verður ekki mætt með hækkunum á gjaldskrám fyrir grunnþjónustu eða þeirri þjónustu sem íbúar vænta frá leikskólum, grunnskólum, heilsdagsskóla og almennri velferðarþjónustu.

Gert er ráð fyrir 5% lækkun á ávöxtun peningalegra eigna Seltjarnarnesbæjar vegna væntrar lækkunar stýrivaxta Seðlabanka Íslands á komandi ári.

Ekki er gert ráð fyrir breytingum á fasteignamati íbúðarhúsnæðis á Seltjarnarnesi en 10% lækkun á fasteignamati atvinnuhúsnæðis.

Forgangsröðun framkvæmda verður endurskoðuð og verkefnum, sem til að mynda geta beðið uns úr rætist, frestað eða kostað enn frekar kapps um að draga úr kostnaði þeirra.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: