Ný og glæsileg aðstaða skólahljómsveita í Tónlistarskóla Seltjarnarness
Nú hefur framkvæmdum á nýrri og glæsilegri aðstöðu fyrir lúðrasveitina í Tónlistarskólanum verið lokið. Sameinuðu voru tvö rými og hljóðeinangruð, þá var rýmið parketlagt, lagðar voru raflagnir til að auðvelda tengingu rafhljóðfæra og tölva sem sífellt eru meira notaðar við tónlistarflutning og tónlistarstjórnun. Í salnum er gert ráð fyrir fullkomnu hljóðkerfi, skjávarpa og hljóðnemum. Ljóst er að þessi aðstaða mun gjörbreyta allri starfsemi hljómsveitanna.