Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Sameiginlegur fræðsludagur skóla á Seltjarnarnesi

Ofbeldi gegn börnum og umhverfisvernd

29.10.2008

Sameiginlegur fræðsludagur fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 2. október sl.

Ólöf Á FarestveitFyrri hluti dagsins var helgaður aðbúnaði og ofbeldi gegn börnum og mikilvægi þess að þeir sem vinna með börn og unglinga fá sem skýrasta mynd af hættunum sem víða leynast í samfélaginu. Ólöf Ásta Farestveit uppeldis- og afbrotafræðingur og forstöðumaður Barnahúss hélt fyrirlestur á fræðsludeginum um einkenni og afleiðingar ofbeldisflokkana fjóra; kynferðislegt, líkamlegt, andlegt og vanræksla. Þá fór hún einnig yfir hvernig barnaverndarkerfið og réttarvörslukerfið eru uppbyggð. Hvernig ber að tilkynna mál til barnaverndar og mikilvægi þess að hafa verklagsreglur á vinnustöðum. Erindi Ólafar Ástu var upplýsandi og þörf upprifjun fyrir alla þá sem starfa með börnum.

Sigríður Björnsdóttir annar stofnandi samtakanna Blátt áfram kom á fræðsludaginn og sagði frá forvarnarverkefnum samtakanna. Þar ræddi hún m.a. um; Hvernig er hægt að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi á börnum.  Hver eru merkin? Af hverju börnin segja ekki frá. Hvernig og af hverju á ég að tala um þetta við börnin.

Síðari hluti dagsins var helgaður umhverfis og náttúruvernd sbr. Staðardagskrá 21. Þá mætti Stefán Gíslason frá skrifstofu Staðardagskrár 21 í Borgarnesi og fór yfir helstu þætti verkefnisins. Stefán fjallaði um fyrirmyndir og frumkvöðla í umhverfisvernd sem hvatningu í þeim efnum í skólasamfélaginu.

Fræðsludagur skóla 2008Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: