Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Er vinnustaðurinn þinn fjölskylduvænn? Er jafnrétti kynjanna virt þar?

5.11.2008

JafnréttisnefndSamkvæmt jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar mun Bæjarstjórn Seltjarnarness veita einu sinni á hverju kjörtímabili viðurkenningu til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og / eða sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.

Send hafa verið bréf til fyrirtækja og stofnana á Seltjarnarnesi þar sem óskað er eftir tilnefningum. Bréfið er bæði sent stjórnendum og trúnaðarmönnum á vinnustöðum. Eru allir hvattir til þess að svara erindinu en frestur til þess rennur út 12. desember n. k.

Skila skal inn umsóknum á þar tilgerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á rafrænu Seltjarnarnesi - Tilnefning til jafnréttisviðurkenningar 2008. Til hliðsjónar er hægt að nýta sér gátlista/spurningalista og jafnréttisáætlun Sletjarnarnesbæjar.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: