Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ánægðustu íbúarnir

10.11.2008

ÞjónustukönnunÍbúar Seltjarnarness eru ásamt íbúum Reykjanesbæjar eru ánægðastir Íslendinga með sveitarfélögin sín samkvæmt könnun er Capacent Gallup gerði í sumar. Reykjavík, Fjarðabyggð og Árborg verma hins vegar botnsætin. Könnunin ber saman ánægju með þjónustu meðal íbúa í 15 stærstu sveitarfélögum landsins.

Í könnuninni var spurt um álit fólks á helstu þjónustuþáttum sveitarfélaga, svo sem þjónustu grunn-, leik- og tónlistarskóla, félagsþjónustu og skipulagsmál. Þegar litið er á heildarniðustöður skipta Seltjarnanes og Reykjanesbær með sér fyrsta sæti.

Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, telur ástæðurnar að baki ánægju íbúa meðal annars vera pólitískan stöðugleika og styrka umgjörð bæjarfélagsins. „ Að mínu mati er það einnig lykilatriði að líta á rekstur bæjarins sem samkeppnisrekstur í þjónustu, þar sem keppninautarnir eru önnur sveitarfélög. Það höfum gert um nokkurt skeið með ágætum árangri. Að auki má benda á að við höfum lækkað útsvar í tvígang og fasteignagjöld í þrígang undanfarin ár en miðað við könnunina mælist það vel fyrir hjá íbúum.“

 Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: