Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarnesbær rýmkar reglur um tómstundastyrki

Nú er einnig boðið upp á tónlistarnám og líkamsræktarkort

19.11.2008

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkti nýlega tillögu íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness um rýmkun á reglum um tómstundastyrki.

Samþykkt var að rýmka viðmiðunarreglur fyrir aldurshópinn 15 -18 ára þannig þeim gefist kostur á að nýta tómstundastyrkina til niðurgreiðslu á líkamsræktarkortum.

Markmið breytingarinnar er að hvetja þennan aldurshóp til hreyfingar, en töluvert brottfall úr íþróttum og tómstundum á sér stað á unglingsárunum.

Þá var samþykkt að styrkþegar geti valið um að ráðstafa tómstundastyrknum til niðurgreiðslu á tónlistarnámi sem og öðru listnámi. Fram að þessu hefur tómstundastyrkurinn ekki nýst nemendum í tónlistarnámi og voru því einhverjir sem ekki gátu nýtt sér styrkinn þrátt fyrir að eiga rétt á honum.

Er það von bæjarstjórnar að samþykkt þessi komi enn frekar til móts við þarfir barna og ungmenna á Seltjarnarnesi og verði þeim enn frekari hvatning til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á líðan og högum barna og ungmenna gefa sterklega til kynna að ástundun íþrótta- og tómstundastarfs dregur úr líkum á andfélagslegri hegðun og óhollum lifnaðarháttum. Sömuleiðis hefur verið sýnt fram á að hreyfing og þjálfun eru námshvetjandi og bæta námsárangur.  

Unnið er að uppfærslu reglnanna á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.isSenda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: