Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Áframhaldandi uppbyggingu þráðlauss nets frestað

25.11.2008

Í október 2007 undirrituðu Seltjarnarnes og Vodafone viljayfirlýsingu um samstarf um uppbyggingu þráðlausra fjarskipta á Seltjarnarnesi. Í yfirlýsingunni kemur fram að með samstarfinu mun Vodafone taka að sér uppbyggingu á WiFi og WiMAX tækni til þráðlausra fjarskipta á Seltjarnarnesi.

Stefnt var að því að uppbygging netsins lyki í haust. Þegar hefur verið komið upp neti í Bókasafni, leik- og grunnskólum, Íþróttamiðstöð og verið er að vinna að uppsetningu í félagsheimili og félagsmiðstöðinni Selinu. Reiknað er með að hægt verði að setja upp net í golfskála GN og Fræðasetrinu í Gróttu fyrir áramót.

Búið er að vinna alla undirbúningsvinnu svo sem hönnun, skipulagningu og útfærslu. Vegna versnandi aðstæðna í þjóðarbúskapnum frá því í mars á þessu ári varð að fresta framkvæmdum við verkefnið sökum þess að verð á búnaði hefur þrefaldast frá því að fjárhagsáætlun var gerð. Miðað við þróun mála er því ljóst að vinna við verkefnið í heild mun ekki hefjast fyrr rofar til í efnahag landsins, en reiknað er með að unnt verði að tengja einhvern hluta bæjarins á næstu mánuðum.Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: