Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Jólatré Seltjarnarnesbæjar

Nytjaskógur á Nesinu

28.11.2008

Nú er verið að setja niður jólatré bæjarins sem verða alls átta talsins og verða staðsett víðs vegar um bæinn. Fjögur þeirra eru ræktuð á Seltjarnarnesi. Þessi fjögur tré verða sett á lóðina við Mýrarhúsaskóla, nýja torgið við heilsugæslustöðina, opið svæði við Nesveg og Skerjabraut og fjórða tréð fer á flötina þar sem Lindarbraut og Suðurströnd mætast.

Jólatré í PlútóbrekkuTvö trjánna koma úr einkagörðum á Nesinu og tvö voru ræktuð í Plútóbrekkunni fyrir utan bæjarskrifstofurnar. Má því með sanni segja að ræktaður hafi verið nytjaskógur á Seltjarnarnesi sem mörgum hefði þótt harla ólíklegt fyrir 15 árum. Þörf var á grisjun í Plútóbrekku og því voru trén nýtt til að prýða bæinn yfir jólahátíðina. Myndin sýnir eitt trjánna fjarlægt af starfsmönnum bæjarins.

Þess má geta að brekkan sem bæjarskrifstofurnar standa við hefur lengi vel verið þekkt undir örnefninu Plútóbrekka. Sagan segir að í húsi sem stóð við brekkuna hafi búið hundur að nafni Plútó, einhver Seltirningurinn vildi meina að Plútó þessi hafi verið heldur baldinn og að börn hafi hræðst hann.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: