Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Skil á umsóknum um tómstundastyrki

1.12.2008

Tómstundastyrkir Seltjarnarnesbæjar verða greiddir út í lok janúar 2009.

Athugið að íþróttafélag/námskeiðshaldari geta fengið að skila ástundunar­vottorði og staðfestingu á greiðslu umsækjanda beint til bæjarskrifstofunnar. Mikilvægt er að það komi fram í umsókninni.

Vakin er athygli á eftirfarandi:

  1. Ef um samfellt námskeið eða æfingar er að ræða frá hausti  til vors er nægjanlegt að sækja um styrk að vori. Er þá allur styrkurinn kr. 25.000.- greiddur í júní.
  2. Hægt er að skila inn einni umsókn fyrir áramót og kr. 12.500.- greiddar í janúar. Seinni umsókninni er þá          skilað inn fyrir lok maí og kr. 12.500.- greiddar í júní.
  3. Námskeiðs- eða æfingatímabilið er frá 1. september 2008 til  31. ágúst 2009.
  4. Allir þeir sem eru fæddir á árunum 1991-2002 og uppfylla  reglurnar eru styrkhæfir. 
  5. Ef um eitt sérstakt námskeið að hausti er að ræða og það uppfyllir 10 vikurnar og 70% ástundun skal sækja um það fyrir 31. desember ef námskeiðinu er lokið. -  Ekki er hægt að flytja þau réttindi á milli ára.

Bent er á að gerðar hafa verið nokkrar breytingar á reglunum um tómstunda­styrkina. Tónlistarnám er nú styrkhæft og einnig líkamsræktarkort hjá aldurs­hópnum 15-18 ára, að uppfylltum öðrum skilyrðum reglnanna.

Reglurnar eru á heimasíðu bæjarins,  www.seltjarnarnes.is/stjornsysla/samthykktir//nr/3223

Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu bæjarins, seltjarnarnes.is

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: