Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Seltjarnarnesbæjar

1.12.2008

Birgir FinnbogasonBirgir Finnbogason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Seltjarnarnesbæjar, varð hann fyrir valinu af þeim ríflega 30 sem sóttu um starfið. Birgir er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi en hann hefur sinnt endurskoðun stærri og smærri fyrirtækja sem og sveitarfélaga.

Birgir hefur víðtæka reynslu í stýringu fjármála má þar m.a. nefna; meðeigandi í Deloitte, sviðsstjóri fjármálasviðs Reykjavíkurborgar og forstöðumaður innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Þá hefur Birgir einnig kennt á meistarastigi við Háskóla Íslands.

Birgir er kvæntur og á þrjú uppkomin börn.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: