Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Eldri Seltirningum er boðið í skötuveislu

70 ára og eldri er boðið til skötuveislu

11.12.2008

Jólahátíðin nálgast hratt með tilheyrandi hátíðarhöldum og ánægjustundum. Af því tilefni býður bæjarstjórn öllum Seltirningum 70 ára og eldri til skötuveislu í Félagsheimili Seltjarnarness á Þorláksmessu. Er þetta í annað skiptið sem bæjarstjórn býður eldri bæjarbúum til slíkrar veislu enda heppnaðist hún með eindæmum vel í fyrra.

 

Lionsklúbbur Seltjarnarness hefur ákveðið að standa að veglegri skötuveislu og vilja þeir með því reyna að skapa árlega aðventuhefð fyrir Seltirninga þar sem hægt verður að ganga að borðum og eiga huggulega stund á aðventunni án mikillar fyrirhafnar.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: