Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fjárhagsáætlun 2009 – Vörður staðinn um lífsgæði

21.1.2009

Fjárhagsáætlun Seltjarnarness fyrir árið 2009, sem að þessu sinni var unnin í góðri samvinnu meiri- og minnihluta, var samþykkt samhljóða við seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness laust fyrir jól. Í henni kemur m.a. fram að áfram verður gætt aðhalds í rekstri fjárhagslegur styrkur bæjarins nýttur til að standa vörð um lífsgæði og þjónustu við bæjarbúa án skatta- eða gjaldskrárhækkana.

Áætlaður rekstrarhagnaður A-hluta bæjarsjóðs mun nema tæpum 50 milljónum króna og nemur rekstrarhlutfall aðalsjóðs 97.3%  af skatttekjum. Rekstrarafgangur samstæðunnar lækkar verulega á milli ára sem kemur til af ráðgerðri lækkun á útsvarstekjum á sama tíma og markmið bæjarstjórnar er að halda þjónustustigi bæjarins óbreyttu. Ekki er gert ráð fyrir að ný lán verði tekin á árinu heldur er áætlað er að langtímaskuldir bæjarins verði áfram greiddar niður.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: