Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Skattar hækka ekki á Seltjarnarnesi

28.1.2009

Álagningarprósenta útsvars á Seltjarnarnesi er sem kunnugt er sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu eða 12,10% í kjölfar ákvörðunar bæjarins um að nýta ekki nýfengna heimild sveitarfélaga til hækkunar útsvarsprósentu í 13,28%.

Meðalútsvar á landinu hækkar milli ára en mörg sveitarfélög munu nýta sér nýfengið svigrúm að fullu. Við skattauppgjör ársins 2008 sem fram fer í sumar munu íbúar á Seltjarnarnesi njóta hins lága útsvars enn frekar þegar þeir fá endurgreitt frá ríkisskattstjóra mismun meðalútsvars og útsvars bæjarins.

Aðgerðir bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi vega því á móti rýrnandi kaupmætti vegna aukinnar skattbyrði og verðbólgu.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: