Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fönksveinarnir og Ari Bragi Kárason

slógu í gegn á Café Rosenberg

29.1.2009

Morgunblaðið sagði frá því á dögunum að margt gott kæmi frá Seltjarnarnesi og þar væru Fönksveinarnir engin undantekning. Fönksveinarnir eru hljómsveit sem hafa að skipa unga tónlistarmenn sem eru í Tónlistarskóla Seltjarnarness.

Fönksveinarnir hituð upp fyrir tónleika Ara Braga Kárasonar á dögunum í Café Rosenberg. Ari Bragi Kárason er einnig alinn upp á Seltjarnanesi og sonur Kára Húnfjörð Einarssonar.

Fönksveinarnir og Ari Bragi Kárason

Ari Bragi hefur verið að gera það gott í heimi tónlistarinnar og hefur fengið fyrstur manna námsstyrk úr minningarsjóði Árna Scheving og stundar nú tónlistarnám í The New School for Jazz and Contemporary Music í New York.

Bæði Fönksveinarnir og Ari Bragi gerðu gríðarlega lukku á Café Rosenberg og fengu lofsamlega dóma í Morgunblaðinu 24. janúar sl.

 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: