Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ragnar Jónsson er nýr formaður félagsmálaráðs Seltjarnarness

23.2.2009

Ragnar Jónsson

Ragnar Jónsson varabæjarfulltrúi hefur tekið við formennsku í félagsmálaráði af Berglindi Magnúsdóttur. Ragnar er 39 ára gamall, giftur og á tvö börn.  Hann hefur búið á Seltjarnarnesi frá árinu 2002, en bjó áður í Vesturbæ Reykjavíkur. Ragnar útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands vorið 1990.  Hann hefur starfað í lögreglunni í 18 ár, þar af rannsóknarlögreglumaður frá árinu 1997.  Þá hefur Ragnar einnig starfað mikið að félagsmálum innan lögreglunnar og var sæmdur bronsmerki Landssambands lögreglumanna árið 2007 fyrir þátttöku í félagsmálum.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: