Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Aldraðir og öryrkjar fá afslátt af fasteignaskatti

5.3.2009

Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar hefur ákveðið að hækka viðmiðunarmörk afsláttar af fasteignaskatti á íbúa í hópi aldraðra og öryrkja. Í ákvörðuninni felst 15% hækkun á tekjuviðmiðun vegna afsláttar af fasteignagjöldum ársins 2009 hjá þessum hópi. Lækkanir þessar endurspegla viðleitni Seltjarnarnesbæjar til að koma til móts við eigendur íbúðarhúsnæðis og þá aldraða og öryrkja sérstaklega. Líkt og í fyrra er ekki nauðsynlegt að sækja sérstaklega um ofangreindan afslátt því samstarfi Seltjarnarnesbæjar, Fasteignamats ríkisins og skattayfirvalda er ætlað að tryggja að allir sem falla undir reglur bæjarins um afsláttarkjör njóti þeirra. Afsláttur verður reiknaður á grundvelli skattframtals ársins 2008 og færður inn á greiðsluseðil ársins. Fullnaðaruppgjör fer fram í september næstkomandi þegar tekjur ársins 2008 liggja fyrir skv. skattframtali 2008.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: