Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Skrifstofa tækni- og umhverfissviðs er nú í húsi bæjarskrifstofanna

Framkvæmda- og þjónustumiðstöð tekur við af áhaldahúsi

9.3.2009

Skrifstofa tækni- og umhverfissviðs er flutt frá Bygggörðum að Austurströnd 2 eða í sama hús og bæjarskrifstofur Seltjarnarness. Framkvæmdastjóri sviðsins, garðyrkjustjóri, byggingarfulltrúi og verkfræðingur bæjarins munu því hafa aðstöðu á bæjarskrifstofunum.

Ný framkvæmda- og þjónustumiðstöð Seltjarnarnesbæjar mun taka við hlutverki áhaldahússins sem staðsett hefur verið í Bygggörðunum  og standa flutningar yfir um þessar mundir en miðstöðin verður staðsett að Austurströnd 1. Véla- og tækjageymsla mun hins vegar áfram vera í Bygggörðum 3.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: