Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarnes er best rekna sveitarfélagið.

12.3.2009

BæjarhliðVikuritið Vísbending hefur að venju útnefnt Draumasveitarfélag ársins. Fyrir valinu að þessu sinni varð Seltjarnarnes sem undanfarin ár hefur verið í efstu sætum Vísbendingar. Mikið var um sviptingar í ár upp og niður listann og Garðabær sem í fyrra varð í fyrsta sæti lenti nú í því áttunda. Seltjarnarnes hlaut einkunnina 7,8 í ár og er nokkuð á undan því sveitarfélagi sem varð í öðru sæti sem var Snæfellsbær með einkunnina 6,8.

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi, Jónmundur Guðmarsson, segir þetta afar ánægjuleg niðurstöðu ekki síst í því árferði sem landsmenn hafi búið við undanfarin misseri. „Í ljósi þess ástands sem nú ríkir hefur Seltjarnarnes getað haldið áfram eins og lítið hafi í skorist og stendur ekki frammi fyrir erfiðum ákvörðunum, a.m.k. ekki á þessu stigi, heldur höfum við getað haldið uppi þjónustunni og staðið vörð um lífsgæði íbúanna án þess að hækka skatta og gjöld. Það undirstrikar vel fjárhagsstyrk bæjarins og ágætan rekstur að við skulum ná efsta sætinu á meðan okkar helstu „keppinautar“ færast neðar á listann,“ segir Jónmundur. „Í nýlegri könnun Capacent reyndust íbúar á Seltjarnarnesi einna ánægðastir í landinu með þjónustu bæjarins og þessi úttekt Vísbendingar sýnir til viðbótar að tekist hefur að reka sveitarfélagið af skynsemi og án skuldsetningar. Ég þakka þennan árangur áherslum bæjarstjórnar og auðvitað góðum hópi samstarfsmanna sem haft hafa þessi gildi að leiðarljósi.“

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: