Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Útsvar hækkar ekki á Seltjarnarnesi

24.3.2009

Samkvæmt samantekt Alþýðusambands Íslands er Seltjarnarnes eitt fárra sveitarfélaga á landinu sem ekki hækkaði útsvar eða aðra skattheimtu um áramótin. Samantektin sýnir að flest sveitarfélögin hækkuðu útsvarið um 0,25 prósentustig á milli ára í nýtt hámark sem er 13,28%.

Á Seltjarnarnesi var engin hækkun er því útsvarið áfram 12,10%, hið lægsta á meðal stærri sveitarfélaga. Sorphirðugjald hækkar milli ára í öllum sveitarfélögum nema fjórum, þar með talið Seltjarnarnesi en sorphirðugjald er einnig lægst hér samkvæmt samantektinni. Fasteignagjöld haldast einnig óbreytt milli ára utan að einhver lækkun verður í sumum tilfellum vegna lækkaðs fasteignamats á höfuðborgarsvæðinu.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: