Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2008 – 2009

26.3.2009

Sóley Ragna Ragnarsdóttir, Bjarni Rögnvaldsson og Guðlaug Sturlaugsdóttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í gær þriðjudaginn 24. mars í sal Tónlistarskóla Garðabæjar.

Haustið 2007 hófst samvinna milli Garðabæjar og Seltjarnarness um lokahátíðina og er þetta í þriðja sinn sem haldin er sameiginleg lokahátíð.

Upplestrarkeppnin hefst formlega ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16.nóvember. Þá hefst undirbúningur allra nemenda í 7. bekk.  Síðan voru valdir þrír nemendur sem fulltrúar Grunnskóla Seltjarnarness og kepptu þeir við jafnaldra sína í Garðabæ.  Þá var einnig valinn varamaður og hann hafði tekið þátt í öllum undirbúningi fyrir keppnina.

Í ár lásu tíu nemendur frá fjórum skólum, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness.

Sóley Ragna Ragnarsdóttir, Sóley Ásgeirsdóttir og Bjarni RögnvaldssonKynnir dagskrár var Oddný Eyjólfsdóttir grunnskólafulltrúi Garðabæjar. Grunnskóli Seltjarnarness státar af sigurvegara keppninnar en Sóley Ragna Ragnarsdóttir hlaut 1. sætið og 3. sætið fékk Bjarni Rögnvaldsson sem einnig er nemandi í Grunnskóla Seltjarnarness 2. sætið hlaut Sóley Ásgeirsdóttir frá Hofstaðaskóla í Garðabæ.

Glæsileg skemmtiatriði voru flutt af nemendum hlutaðeigandi skóla og var atriðið frá Grunnskóla Seltjarnarness sérstaklega fjörugt og færðist mikið fjör yfir salinn þegar vaskir drengir af Nesinu sem sýndu atriði úr söngleiknum Grease.

 Dregnir í Grunnskóla Seltjarnarness sýna atriði úr Grease

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: