Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarnesbær býður atvinnulausum upp á þjónustukort

Samið um aðgang að World Class á Seltjarnarnesi, Bókasafni og Sundlaug

6.4.2009

Jónmundur Guðmarsson og Björn LeifssonNýlega gerði Seltjarnarnesbær samning við World Class um þjónustu við atvinnulausa.

Í samningnum felst að þeim íbúum Seltjarnarness sem misst hafa vinnu mun standa til boða að stunda líkamsrækt í World Class þeim að kostnaðarlausu. Þá mun Seltjarnarnesbær einnig bjóða atvinnulausum upp á bókasafnskort á Bókasafni Seltjarnarness og sundkort í Sundlaug Seltjarnarness. Þjónustan er í boði þrjá mánuði í senn og er háð því að stéttarfélag viðkomandi bjóði ekki upp á sambærileg úrræði.

Þeim sem hafa hug á að nýta sér þjónustukort bæjarins geta sótt um þau á heimasíðu Seltjarnarness www.seltjarnarnes.is eða á slóðinni http://www.seltjarnarnes.is/studningur-vid-atvinnulausa.

 

 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: