Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Seltjarnarnes í máli og myndum

Gagnvirkur skjár í Sundlaug Seltjarnarness

24.4.2009

Jónmundur Guðmarsson og Geir BorgSeltjarnarnesbær hefur tekið í notkun gagnvirkt margmiðlunarefni Seltjarnarnes í máli og myndum sem er upplýsingabrunnur um náttúru (flóru, dýralíf og fugla), sögu og menningu svæðisins. Efnið verður aðgengilegt á þeim lykilstöðum sem almenningur og skólafólk heimsækir, í þekkingarleit eða í almennri afþreyingu, sem og á internetinu á vefslóðinni http://www.seltjarnarnes.is/brunnur. Nú þegar er efnið aðgengilegt á tölvustandi með snertiskjá í húsi Sundlaugar Seltjarnarness og World Class.

Hugmyndir um notkun margmiðlunar til miðlunar upplýsinga um náttúru, minjar og menningu kviknuðu árið 2005 og hóf þá Seltjarnarnesbær samstarf við Gagarín um verkefnið. Um er að ræða umfangsmikið efni sem miðlað er í gegnum margmiðlunarkerfi Gagarín, en það spannar 122 efnisatriði (76mínútur) ásamt gagnvirku korti.

Tölvustandur með margmiðlunarefniUmhverfi Seltjarnarnesbæjar er að mörgu leyti einstakt. Óhætt er að segja að bæði sé um að ræða náttúrulega og manngerða sérstöðu. Við hönnun á margmiðlunarefninu var lögð áhersla á að varpa ljósi á einstakt umhverfi á Nesinu og sérstöðu bæjarfélagsins. Markmiðið er að gefa fólki lifandi og sanna innsýn í náttúruna, dýra- og fuglalíf, fjöruna og almenna útivistaraðstöðu sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Þá er leitast við að fræða almenning um merkar minjar og örnefni á Nesinu, auk þess sem útilistaverkum í eigu sveitarfélagsins eru gerð nokkur skil. Efnisflokkurinn „minn uppáhaldsstaður" sýnir nokkra einstaklinga segja frá sínum uppáhaldsstað á Nesinu og hefur vakið sérstaka athygli.

Lagt var upp með að efnið sé ekki aðeins fræðandi og skemmtilegt heldur að fólk fá tilfinningu fyrir einstöku umhverfi Seltjarnarness.

Reiknað er með að efnið komi einnig til að nýtast nemendum á landsvísu t.d. í náttúrufræðigreinum.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: