Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Sérstakt átak í umhirðu og fegrun leiksvæða á Seltjarnarnesi í sumar

12.5.2009

Eins og fram hefur komið m.a. í aprílhefti Nesfrétta munu stofnanir og fyrirtæki ásamt vinnuskóla Seltjarnarness fjölga ráðningum ungmenna í sumar til að bregðast við fyrirsjáanlegu atvinnuleysi ungs fólks og munu því enn fleiri hendur taka þátt í umhirðu og fegrun bæjarins í sumar. 

Eitt að verkefnum sumarsins er átak í umhirðu og fegrun leiksvæða á Seltjarnarnesi.  Sumarið 2008 var gerð úttekt á öllum útileiktækjum og leiksvæðum bæjarins af Eflu verkfræðistofu þar sem tilgreindar voru allar þær ábendingar og athugasemdir sem þyrfti að vinna bragabót á. 

Í vetur hafa starfsmenn framkvæmda- og þjónustumiðstöðvar lagfært  þau atriði sem þar komu fram.  Í sumar mun verða framhald af þessari vinnu og nú verður augunum beint að umhirðu og fegrun svæðanna.  Sérstaklega verður fylgst með ástandi svæðanna, rusl hirt, leiktæki, girðingar og annar búnaðar málaður.  Með átaki þessu er sérstaklega hugað að þörfum yngstu íbúa bæjarins.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: