Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Jón H. Björnsson hitaveitustjóri kveður

15.5.2009

Sigrún Halla Gísladóttir og Jón H. BjörnssonJón H. Björnsson hitaveitustjóri lauk störfum fyrir Seltjarnarnesbæ á dögunum þá hafði Jón starfað hjá Hitaveitu Seltjarnarness frá 1. júní 1971 og verið starfsmaður bæjarins í 39 ár.

Jóni til heiðurs var kveðjukaffi á bæjarskrifstofunum þar sem nánasta samstarfsfólk Jóns kvaddi hann ásamt Sigurgeiri Sigurðarsyni fyrrverandi bæjarstjóra ofl.

Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri þakkaði Jóni óeigingjarnt starf og tryggð við bæinn í öll þau ár sem hann hefur starfað þar.

Stefán Eiríkur Stefánsson tekur við starfi Jóns en Hitaveitan fellur undir Tækni- og umhverfissvið bæjarins.Kristín Ásgeirsdóttir og Jón H. Björnsson

 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: