Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Bæjarstjóri Seltjarnarness verður Ásgerður Halldórsdóttir

16.6.2009

Ásgerður HalldórsdóttirÁ  fundi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Seltjarnarness og stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi hinn 16. júní var einróma samþykkt að fela Ásgerði Halldórsdóttur, forseta bæjarstjórnar og 2. fulltrúa á framboðslista Sjálfstæðisflokksins,  starf bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar.

Ásgerður er viðskiptafræðingur og starfar nú sem forstöðumaður fjárhagsdeildar Íslandsbanka, áður starfaði hún sem forstöðumaður hjá Tryggingamiðstöðinni.  

Ákvörðun þessa efnis verður kynnt á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, sem boðað verður til síðar í víkunni.

Jónmundur Guðmarsson, oddviti D- lista Sjálfstæðisflokks og bæjarstjóri.

Gunnar Lúðvíksson, formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: