Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

17. júní sérstaklega fjölmennur og vel heppnaður þjóðhátíðardagur

19.6.2009

17. júní 2009 - Guðbjörg Hilmarsdóttir

Íþrótta- og tómstundaráð ásamt menningarnefnd höfðu sameiginlega umsjón með 17. júní á Seltjarnarnesi í ár og var skemmtunin mjög vel heppnuð.  Var fjölmennt mjög og sjaldan verið eins margir samankomnir á bæjarhátíð á Nesinu.

Ástsælustu listamenn landsins komu fram á Eiðistorgi og í Félagsheimilinu, má þar helst nefna Jóhönnu Guðrúnu, Friðrik Ómar, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Sirkus Íslands, Villa og Sveppa.

Þá setti listahópur Seltjarnarness heldu17. júní 2009 - Jóhanna Guðrúnr betur svip sinn á hátíðina, margir voru trúðslega skreyttir og léku listir sínar. Aðrir spiluðu og sungu undurfagra tónlist í Félagsheimilinu.

Guðbjörg Hilmarsdóttir var glæsileg sem fjallkonan og mega Seltirningar vera stoltir af þeirri ungu upprennandi söngkonu.

Veðrið lék við bæjarbúa og var suðræn stemmning á Eiðistorgi og buðu eigendur Rauða ljónsins yngri kynslóðinni upp á íspinna sem voru vel þegnir í hitanum.

Eru aðstandendur þjóðhátíðardagsins sérstaklega þakklátir öllum þeim sem unnu við hátíðina og þá sérstaklega þeim sem gáfu vinnu sína til skemmtunar bæjarbúum.

17. júní 2009 - Listahópur Seltjarnarness 17. júní 2009

17. júní 2009 - Villi og Sveppi17. júní 2009 - Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar

17. júní 2009  

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: