Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ásgerður Halldórsdóttir tekur við embætti bæjarstjóra Seltjarnarness 1. júlí nk.

25.6.2009

Ásgerður Halldórsdóttir og Jónmundur GuðmarssonSamþykkt var á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness miðvikudaginn 24. júní að Ásgerður Halldórsdóttir forseti bæjarstjórnar taki við embætti bæjarstjóra Seltjarnarness frá og með 1. júlí nk. þegar Jónmundur Guðmarsson lætur af embætti bæjarstjóra og tekur við starfi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Jónmundur er fæddur árið 1968 og hefur undanfarin sjö ár verið bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og bæjarfulltrúi undanfarin ellefu ár.

Ásgerður hefur gegnt hlutverki forseta bæjarstjórnar frá árinu 2002. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og starfar nú sem forstöðumaður fjárhagsdeildar Íslandsbanka, áður starfaði hún sem forstöðumaður hjá Tryggingamiðstöðinni.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: