Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Jónsmessuganga menningarnefndar Seltjarnarness hefur skipað sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa

25.6.2009

hópur 092
Mynd 1 af 7
1 2 3 4 5 6 7

Árleg Jónsmessuganga menningarnefndar Seltjarnarness var farin í gær miðvikudaginn 24. júní. Yfirskrift göngunnar að þessu sinni var krakkatroðningar og malbikaðar götur.

Menningarnefnd hafði falið Bókasafni Seltjarnarness að sjá um skipulagningu göngunnar í ár. Sagt var frá fólki, atburðum og fleiru sem birst hefur í bókum og tengist Seltjarnarnesi.

Gönguna leiddu Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður og Málfríður Finnbogadóttir verkefnisstjóri á bókasafninu. Þá las Sólveig Pálsdóttir formaður menningarnefndar upp úr nokkrum verkum höfunda.

Gangan hófst á Bókasafni Seltjarnarness þaðan var gengið að Pálsbæjarvör, upp á Valhúsahæð um Víkurströnd, niður að Bakkavör, Suðurströnd, Lindarbraut, að Nesbala í Nesi og að Ráðagerði.

Þá var áð við hákarlaskúrinn þar sem Hitaveita Seltjarnarness bauð þreyttu göngufólki upp á þjóðlega hressingu; hákarl, harðfisk og brennivín. Göngunni lauk svo með fjöldasöng við bálköst í fjörunni við Gróttu í blíðskaparveðri svo ekki bærðist hár á höfði söngfólks.

Jónsmessugangan hefur augljóslega skipað sér fastan sess í hjörtum Seltirninga og hefur vaxið frá ári til árs. Var þátttaka gríðarlega góð og má áætla að þátttakendur hafi verið nálægt 300 þegar mest var.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: