Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Bæjarstjóri Seltjarnarness heimsótti borgarstjórann í Reykjavík

27.8.2009

Ásgerður Halldórsdóttir og Hanna Birna KristjánsdóttirBæjarstjóri og framkvæmdastjórar sviða Seltjarnarnesbæjar heimsóttu borgarstjóra Reykjavíkur á dögunum og fengu meðal annars kynningu á aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn efnahagshruninu.

Borgarstjóri sagði frá vinnu borgarfulltrúa við aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar sem unnin var sl. haust. Áætlunin  var lögð fram til þess að bregðast við því ástandi sem upp var í efnahags-, atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar og þverpólitísk samstaða náðist um hana í borgarstjórn. Í framhaldinu unnu borgarstjóri og embættismenn borgarinnar að fjárhagsáætlun  borgarinnar í samræmi við aðgerðaáætlunina.   

Aðgerða- og sóknaráætlun Reykjavíkurborgar inniber framtíðarsýn borgarinnar og hvernig best sé að nýta þau tækifæri sem gefast þrátt fyrir þrengingar í ytra umhverfi. Borgin hefur átt við hallarekstur að glíma undanfarin misseri og var því mikill stuðningur að ná þverpólitískri samstöðu. Þá tók starfsfólk borgarinnar ríkan þátt í að koma fram með sparnaðarhugmyndir sem margar voru virkjaðar. Borgin hefur náð fram mikilli fjárhagshagræðingu með ofangreindri vinnu.

Þá sagði borgarstjóri meðal annars frá ferðum borgarfulltrúa og embættismanna til Boston og Helsinki þar sem þeir fengu upplýsingar um hvernig þær borgir hefðu farið að á tímum efnahagsvanda.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: