Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Te og tónlist í Bókasafni Seltjarnarness

5.10.2009

Listavika Bókasafns Seltjarnarness var sett  fimmtudaginn 1. október. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri setti vikuna að viðstöddu fjölmenni.

Listavika 2009: Gunnar Kvaran, Messíana Tómasdóttir, Kristín G. Gunnlaugsdóttir, Ragna Ingimundardóttir og Ásgerður HalldórsdóttirMeðal annars var opnuð samsýning á verkum þriggja listakvenna af Seltjarnarnesi – Rögnu Ingimundardóttur sem sýnir leirlist, Messíönu Tómasdóttur og Kristínu Gunnlaugsdóttur sem báðar sýna myndverk. Sýningin er opin út Listavikuna en henni lýkur laugardaginn 10. október.

Á Listavikunni mánudaginn 5. október kl. 17:30 verður  boðið uppá Te og tónlist.

Te og tónlist eru stuttir tónleikar og hugsaðir þannig að fólk geti komið við á bókasafninu, hvílt sig og notið tónlistar á heimleiðinni. Listavika 2009: Yrsa Sigurðardóttir og Sólveig PálsdóttirTe og tónlist er samstarfsverkefni bókasafnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness. Að þessu sinni leika saman á víólu og flygil þær Helga Þórarinsdóttir og Dagný Björgvinsdóttir sem báðar eru kennarar við Tónlistarskólann og jafnframt þekktir og virtir listamenn.  

 Listavika 2009: Gunnar Kvaran og Selma Guðmundsdóttir

Allir eru velkomnir.
Aðgangur ókeypis.


Yrsa Sigurðardóttir og Sólveig Pálsdóttir

 

 

 

 

 

                                                                                                                               Gunnar Kvaran og Selma Guðmundsdóttir

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: