Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Birgir Finnbogason í toppstöðu hjá ÖSE

2.11.2009

Það voru ánægjuleg tíðindi þegar það spurðist að einum af starfsmönnum Seltjarnarnessbæjar hefði boðist áhugavert starf yfirmanns fjármála- og stjórnsýslu hjá ÖSE - Öryggis og samvinnustofnun Evrópu.
Birgir Finnbogason, framkvæmdastjóri fjárhags- og stjónsýslusviðs, hefur verið ráðinn til eins árs til að gegna þessu veigamikla hlutverki hjá ÖSE.

Birgir segir um starfið: „Ég lít svo á að með þessu starfi sé verið að sýna mér, mínum vinnuveitenda og þjóðinni mikið traust og því er mikil áskorun fyrir mig að taka starfinu.“

Ásgerður bæjarstjóri sagði af þessu tilefni: „Við Seltirningar getum verið stolt af því að ÖSE skuli sækja einn af framkvæmdastjórum bæjarins til þess að gegn svo mikilli áhrifastöðu hjá stofnuninni. Við öll óskum Birgi góðs gengis á nýjum vettvangi.“

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: