Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Fjörugar umræður og fjölmargar tillögur á íbúafundi Seltirninga

25.11.2009

SeltirningarÍbúafundur var haldinn í gær þriðjudaginn 24. nóvember í Grunnskóla Seltjarnarness - Valhúsaskóla.

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fór yfir helstu verkefni bæjarins og Gunnar Lúðvíksson verkefnisstjóri á fjárhags- og stjórnsýslusviði fór yfir helstu atriði er varða fjárhagsáætlunarferli, forsendur, þróun og kostnað.

Var fundurinn vel sóttur og sköpuðust áhugaverðar umræður og fjölmargar tillögur bárust frá íbúum um hvernig má fara að hagræðingu í rekstri og þjónustu bæjarins vegna fjárhagsáætlunargerðar 2010 sem nú stendur yfir. Ljóst er að bregðast þarf við 5-10% tekjusamdrætti á komandi ári.

Þá eru bæjarbúar hvattir til að senda inn tillögur hér á vefnum um hagræðingu. Þá er einnig hægt að koma á framfæri óskum um hvaða þjónustu helst skal standa vörð um.

Seltirningar Seltirningar

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: