Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Söngleikurinn Chicago í Félagsheimili Seltjarnarness til styrktar BUGL

Andvirði seldra miða rennur óskipt til BUGL

9.12.2009

Föstudaginn 11. desember kl. 18 munu nemendur úr 10. bekk Grunnskóla Seltjarnarness - Valhúsaskóla sýna söngleikinn Chicago í Félagsheimili Seltjarnarness við Suðurströnd. Þar gefur að líta hæfileikarík ungmenni sem sýna listir sínar í leik, söng og dansi.

Sýningin er haldin til styrktar barna- og unglingageðdeildar Landspítalans eða BUGL. Hefur félagsmiðstöð Seltjarnarnesbæjar Selið haft veg og vanda að uppsetningu verksins.

Miðasala í Félagsheimilinu opnar kl. 17 á föstudaginn 10. desember. Þá er einnig hægt að nálgast miða í Félagsmiðstöðinni Selinu við Suðurströnd alla virka daga á milli kl. 13-19 eða kl. 20-22.

Er áhugafólk um geðheilsu barna og unglinga hvatt til að mæta, njóta og um leið styrkja góðan málstað. Andvirði seldra miða rennur óskipt til BUGL.

Úr söngleiknum Chicago

Úr söngleiknum Chicago

Úr söngleiknum Chicago

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: