Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Niðurstöður íbúafundar Seltjarnarnesbæjar

Hagræðingartillögur og hvað skal standa vörð um

10.12.2009

Íbúafundur var haldinn þriðjudaginn 24. nóvember sl. í Grunnskóla Seltjarnarness - Valhúsaskóla.

Þar fóru Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri yfir helstu verkefni bæjarins og Gunnar Lúðvíksson verkefnisstjóri á fjárhags- og stjórnsýslusviði yfir helstu atriði er varða fjárhagsáætlunarferli, forsendur, þróun og kostnað. Ljóst er að bregðast þarf við 5-10% tekjusamdrætti á komandi ári.

Í framhaldi af inngangi þeirra Ásgerðar og Gunnars unnu bæjarbúar í hópum og skiluðu inn fjölmörgum tillögum. Hér má sjá afrakstur fundarins, en um 400 tillögur bárust frá bæjarbúum. Ýmist voru þetta tillögur um hagræðingu eða tillögur um þjónustu eða verkefni sem bæjarbúar telja vert að standa vörð um. Þá hafa bæjarbúar verið hvattir til að senda inn hagræðingartillögur á vef bæjarins sem eru einnig birtar.

Sjá tillögur til sparnaðar og tillögur um það sem standa á vörð um.

 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: