Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Styrkveiting úr Sprotasjóði vegna verkefnisins: Sex ný lönd á Fjölmenningarvef barna

11.1.2010

Anna Guðrún Júlíusdóttir nýbúakennari í Grunnskóla Seltjarnarness fékk nýlega 600 þús. kr. styrk  úr Sprotasjóði, þróunarsjóði menntamálaráðuneytisins til að bæta sex löndum inn á Fjölmenningarvef barna: http://www.fjolmenningarvefurbarna.net

Vefurinn er sprottinn upp úr vinnu  með börnum sem flytja með foreldrum sínum víða að úr heiminum til að búa á Íslandi, veittar eru fjölþættar upplýsingar um upprunalönd barnanna. Í grunnskólum Seltjarnarness eru m.a. nemendur frá Úganda, Portúgal og Ítalíu, Spáni, Serbíu og Makedóníu en það eru þau lönd sem bætt verður á vefinn. Nú eru 23 lönd á vefnum. Vefurinn er upplýsingaveita fyrir alla sem vinna með börnum af erlendum uppruna.

Anna Guðrún á hugmyndina að vefnum og er jafnframt höfundur og vefari hans. Hugmyndin varð til haustið 2000 þegar móttökudeildin í Breiðholtsskóla var opnuð . Fjölmenningarvefurinn fékk  Hvatningarverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur árið 2003 og viðurkenningu frá Alþjóðahúsinu: ,,Vel að verki staðið” fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi árið 2006.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: