Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Nefnd um sameiningu leikskóla á Seltjarnarnesi tekur til starfa

hagræðing og aukin gæð

12.1.2010

Samkvæmt greinagerð með fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar 2010 sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar þann 22. desember s.l. var ákveðið að sameina leikskólana Mánabrekku og Sólbrekku í einn. Markmið sameiningarinnar er bæði hagræðing og aukin gæði þjónustu.

Skólanefnd hefur skipað nefnd til að vinna að hugmyndum að útfærslum á framkvæmd sameiningar leikskólanna. Nefndina skipa fulltrúar stjórnenda beggja leikskólanna, starfsfólk skólaskrifstofu, fulltrúar skólanefndar og fulltrúar foreldra beggja leikskólanna. Nefndin mun skila af sér tillögum og athugasemdum fyrir lok janúar en stefnt er að því að sameinaður leikskóli taki til starfa í haust.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: