Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Jarðvegur kannaðar vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi

15.2.2010

Fimmtudaginn 11. febrúar voru grafnar 4 holur í lóðina við Valhúsahæð til að kanna jarðveg þar sem áform eru um að byggja hjúkrunarheimili.

Helst var verið að kanna á hve djúpt væri í klöpp sem er á þessu svæði og reyndist hún vera á 3-5 metra dýpi þar sem grafið var. Reynist klöppin vera í þessu dýpi á öllu svæðinu þá verður vinnan við grunn hússins hagkvæm því þá þarf minna að sprengja fyrir húsinu.

Jarðvegurinn á þessu svæði reyndist vera gamall sjávarbotn og telur garðyrkjustjóri bæjarins Steinunn Árnadóttir jarðveginn geta nýst í garðyrkju bæjarins.

Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Eiríkur Stefánsso, og Snorri Aðalsteinsson

Á myndinni er Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri ásamt Stefáni Eiríki Stefánssyni bæjarverkfræðingi, Snorra Aðalsteinssyni félagsmálastjóra og Hreini Sigurjónssyni gröfumanni.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: