Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Safnanótt í Nesi

16.2.2010

Söfnin í Nesi, Lækningaminjasafnið og Lyfjafræðisafnið, tóku þátt í safnanótt sem haldin var í sjötta sinn föstudaginn 12. febrúar. Fjöldi gesta lagði leið sína í Nes þetta kvöld. Margir spjölluðu við sérfræðinga um sögu Ness og lyfjagerð að fornu og nýju. Aðrir gengu um húsin, tóku þátt í getraunum eða drukku kaffi í apóteki Bjarna Pálssonar í Nesstofu.

Í Nesstofu hófst formleg dagskrá þegar félagar úr Selkórnum fóru á milli herbergja hússins og skemmtu gestum með ljúfum söng. Þættir úr 250 ára sögu hússins voru viðfangsefni leiðsagnar kvöldsins. Þá voru einnig kynnt framtíðaráform Seltirninga um aukið aðgengi almennings og skóla að fræðslu um sögu og náttúru Vestursvæða Seltjarnarness. Safnanótt í Nesi var í alla staði vel heppnuð eins og sjá má á myndum sem teknar voru við þetta tækifæri.

Safnanótt 2010 Safnanótt 2010

Safnanótt 2010 Safnanótt 2010

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: