Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Opinn fundur um jafnréttismál.

3.3.2010

Ingólfur V. Gíslason

Jafnréttisnefnd Seltjarnarness bauð bæjarbúum til fræðslufundar um jafnréttismál í gær, þriðjudaginn 2. mars, í félagsaðstöðu knattspyrnudeildarinnar við Suðurströnd.

Á fundinum flutti Ingólfur V. Gíslason dósent við Háskóla Íslands erindi sem hann nefndi: „Sérðu hvernig hann klæddi barnið“!! - Samskipti karla og kvenna í fjölskyldum nútímans. Var fundurinn vel sóttur og urðu líflegar umræður eftir fróðlegt og lifandi erindi Ingólfs.

Í erindinu fjallaði Ingólfur um þær miklu og hröðu breytingar sem átt hafa sér stað í íslenskum fjölskyldum síðustu áratugi. Knattspyrnudeild Gróttu bauð fundarmönnum upp á kaffi og vöfflur.Fræðslufundur um jafnréttismál

 

 

 

 

 

 

 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: