Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Nesstofa tilnefnd til Menningarverðlauna DV

6.3.2010

Nesstofa 2009 - Ivar BrynjolfssonNesstofa er tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir árið 2009 í flokknum Byggingarlist. Arkitekt er Þorsteinn Gunnarsson og ráðgjafar eru sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands í samstarfi við Húsafriðunarnefnd.

Í umsögn dómnefndar segir:

„Nesstofa var reist á árunum 1760-1767 sem embættisbústaður fyrsta landlæknis Íslands, Bjarna Pálsson. Húsið hefur einstakt varðveislugildi og er hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Vinna við að færa húsið eins nálægt upprunalegri gerð og mögulegt er hefur staðið frá árinu 1980, en lauk á síðasta ári. Úr endurgerð hússins má lesa þá viðhorfsbreytingu sem átt hefur sér stað í húsaverndun á löngum verktíma. Við seinni áfanga viðgerðanna var lögð áhersla á forvörslu og varðveislu elstu byggingarhlutanna fremur en endurnýjun eins og í fyrri hluta verksins. Húsið er vitnisburður um byggingarsögu gömlu íslensku steinhúsanna og opnar fróðlega sýn í eigin viðgerðarsögu. Vinna við húsið einkennist af þverfaglegri samvinnu og eftirtektarverðri virðingu fyrir viðfangsefninu.“

Síðast liðið sumar hlaut Nesstofa verðlaun umhverfisnefndar Seltjarnarness fyrir Endurbætur ársins 2009. Húsið er í umsjón Lækningaminjasafns Íslands og er opið almenningi yfir sumartímann. Hópar geta pantað leiðsagnir um Nesstofu. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Lækningaminjasafns www.laekningaminjasafn.is

Menningarverðlaun DV verða veitt í 31. sinn miðvikudaginn 10. mars n.k. en auk Nesstofu eru tilnefndar bækurnar Byggingarlist í augnhæð og Manferð Vilhjálmsson arkitekt og tvær nýbyggingar: Safnaðarheimili Kársnessóknar við Kársneskirkju og Duftgarðurinn í Sóllandi í Öskjuhlíð.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: