Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Myndlistarsýning ,,Horft í birtuna" á Bóksafni Seltjarnarness

11.3.2010

Þóra Jónsdóttir

Í gær miðvikudaginn 10. mars opnaði Þóra Jónsdóttir, skáldkona frá Laxamýri sýningu á olíumálverkum í Eiðisskeri sal Bókasafns Seltjarnarness.  Sýningin heitir ,,Horft í birtuna“ en það er jafnframt nafn einnar af bókum hennar.

Á sýningunni eru 17 myndir sem Þóra hefur málað á síðustu árum. Þóra er ljóðskáld og hefur gefið út ljóðabækur og ljóðaþýðingar. Jafnframt hefur hún fengist við myndlist og hefur hún myndskreytt sumar ljóðabóka sinna. Hún nam myndlist meðal annars hjá Sigfúsi Halldórssyni og í Myndlistarskóla Reykjavíkur. 

Sýningin er opin á opnunartíma bókasafnsins mánudaga til fimmtudaga frá 10:00 – 19:00 og á föstudögum kl. 10:00 – 17:00. Sýningin stendur út mars.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: