Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Skáld mánaðarins Jóhann Jónsson (1896-1932) sýning á Bóksafni Seltjarnarness

25.3.2010

Skaldmanadarins-mars-1
Mynd 1 af 4
1 2 3 4

Skáld mánaðarins í samstarfi Bókasafns Seltjarnarness og hlusta.is er Jóhann Jónsson.

Minning skáldsins var heiðruð með dagskrá sem boðið var upp á í Bókasafni Seltjarnarness miðvikudaginn 24. mars ásamt opnun sýningar.

Á dagskránni flutti Gunnar Már Hauksson hugleiðingu um Jóhann, en Haukur faðir Gunnars var vinur Jóhanns og samtíða honum í Leipzig. Ingi Bogi Bogason, cand mag, sagði frá skáldinu og Vilborg Dagbjartsdóttir skáld flutti ljóðið Söknuð eftir Jóhann. Þá sagði Páll Guðbrandsson frá hlusta.is og kynnti útgáfu bókar sem inniheldur ljóð Jóhanns og tvær greinar eftir hann sem ekki hafa birst á íslensku áður.

Auk þessa var sýndur heimildarmyndaþáttur um Jóhann sem sýndur var í sjónvarpi árið 1992 og opnuð lítil sýning helguð Jóhanni í bókasafninu. Á sýningunni sem ber yfirskriftina Ár í lífi skálds er einkum gerð grein fyrir árinu 1921 en miklar óbirtar heimildir eru til um það ár í lífi Jóhanns. Á sýningunni má sjá áður óbirt gögn sem eru í einkaeigu.  

Skáld mánaðarins er eins og áður greinir samstarfsverkefni bókasafnsins og hlusta.is. Jóhann er fjórða skáldið sem kynnt er í vetur áður voru það Stephan G. Stephansson, Matthías Johannessen og Einar Kvaran. Þegar skáld eru kynnt með þessum hætti er sérstaklega lesið inn efni og sett á hlusta.is og safnið hefur brennt það á diska og er hægt að fá það lánað. Einnig hefur hlusta.is og/eða Skólavefurinn gefið út hefti í röðinni Íslenskir úrvalshöfundar af þessu tilefni. Safnið stillir fram verkum viðkomandi skálds og sett er upp lítil sýning tengd viðkomandi höfundi.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: