Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Anna Harðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness

Leikskólarnir Mánabrekka og Sólbrekka sameinaðir

9.4.2010

mynd1annahardar

Samþykkt var á 707. (1633.) fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í desember 2009 að leikskólarnir Mánabrekka og Sólbrekka skyldu sameinaðir. Nú hefur Anna Harðardóttir verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri nýs sameinaðs Leikskóla Seltjarnarness sem tekur til starfa 1. júlí nk.

Samráðsnefnd um stefnumótun hins nýja leikskóla hefur verið skipuð og mun eiga fyrsta fund á allra næstu dögum. Nefndina skipa Soffía Guðmundsdóttir leikskólastjóri auk fulltrúa skólaskrifstofu, skólanefndar, fulltrúa foreldra og starfsfólks leikskólans.

Sameiningarferlið hefur gengið vel en að mörgu ber að huga við sameiningu þessara tveggja vinsælu leikskóla.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: