Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Léttsveit Tónlistarskóla Seltjarnarness hlaut verðlaun á uppskeruhátíð tónlistarskóla - Nótunni

10.4.2010

notan1

Tónlistarskólar landsins eru um níutíu talsins. Þar fer fram gríðarlega fjölbreytt og öflugt starf og með hátíðinni beinum við kastljósinu að þessum samfélögum og veitum tónlistarnemendum viðurkenningar fyrir afrakstur vinnu þeirra.

Uppskeruhátíðin fór fram í marsmánuði sl. og var þrískipt og skipulögð þannig að allir geti tekið þátt. Þátttakendur komu alls staðar af að landinu, á öllum aldri og efnisskráin endurspeglaði ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms.

Fyrsti hluti hátíðarinnar fór fram innan hvers skóla. Í þessum fyrsta hluta völdu tónlistarskólar atriði á svæðisbundna tónleika hátíðarinnar.

Annar hlutinn fólst í svæðisbundnum tónleikum sem haldnir voru á fjórum stöðum um landið 13. mars sl. og efnisskrárnar spönnuðu mjög vítt svið. Veittar voru viðurkenningar að tónleikum loknum í fyrirfram ákveðnum viðurkenningar- og þátttökuflokkum: Einleiks-/einsöngsatriði, samleiks-/samsöngsatriði og frumsamin verk eða frumleg atriði í öllum námsáföngum.

Þriðji og síðasti hluti ”Nótunnar” voru tónleikar á landsvísu þar sem flutt voru valin tónlistaratriði frá öllum fjórum svæðisbundnu tónleikunum.

Voru þetta viðamiklar undankeppnir og undirbúningur flytjenda var mikill. Því er mikill heiður fyrir Tónlistarskóla Seltjarnarness að léttsveit skólans komst í undanúrslit og tók því þátt í lokatónleikunum sem voru haldnir í Langholtskirkju laugardaginn 27. mars sl. Hlaut léttsveitin fyrstu verðlaun fyrir samleik nemenda í miðnámi.

 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: