Dagur umhverfisins
Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert, en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Í Grunnskóla Seltjarnarness verður haldið upp á daginn þann 27. apríl og mun skólinn þá taka á móti Grænfánanum.
Dagskrá þennan dag verður sem hér segir:
-Hátíðardagskrá í íþróttahúsi Seltjarnarness frá kl. 9:00-9:30
-Guðlaug flytur ávarp
-Verðlaunaafhending fyrir göngum í skólann
-Skemmtiatriði frá Skólakór skólans
-Skemmtiatriði frá stúlknabandinu Barbabelle
-Afhending Grænfánans, gengið fylktu liði (með trymblum frá tónlistarskólanu) að Mýrarhúsaskóla og því næst að Valhúsaskóla
-Veitingar í Bakkagarði eða í Valhúsaskóla (um kl. 10:00), fer eftir veðri.
-Allir ganga niður að Bakkatjörn