Fjölskyldudagur í Gróttu á fallegum sólardegi í apríl
Fjölskyldudagur Gróttu var haldinn laugardaginn 17. apríl síðastliðinn og var foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness með vöfflukaffi.
Veður var gott og gerðu 200 manns sér ferð út í Gróttu þann daginn. Einhverjir dunduðu sér upp við stein, sumir tíndu skeljar í fjörunni og aðrir fóru upp í Gróttuvitann og nutu útsýnisins, enda veðrið hið besta.
Björgunarsveitin Ársæll var á staðnum og aðstoðaði fólk við að komast út í eyju, þá fengu einhver börn að skoða flotta björgunarsveitabílinn.