Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Norrænt vinabæjarsamstarf

málefni barna og ungmenna skipta mestu

21.5.2010

Seltjarnarnesbær hefur undirritað samstarfssamning um áframhaldandi
vinabæjarstarf með norrænu bæjunum Höganäs í Svíþjóð, Nesodden í Noregi,
Herlev í Danmörku og Lieto í Finnlandi.

Vinabæirnir ætla að setja meiri kraft í samvinnuna og leggja áherslu á
samstarf sem ,fyrst og fremst, snýr að málefnum barna og ungmenna í sem
víðustum skilningi.

Þá verða verkefni sem snúa að menningarmálum, menntun, æskulýðsstarfi,
eldri borgurum og stjórnsýslu einnig skoðuð. Stefnt er að því að sækja
styrki til Evrópusambandsins í einhverjum verkefnum og nýtist þar vel
reynsla og kunnátta Svía og Dana á slíkum umsóknum.


Bjarne K Hansen, Peter Kovács, Sigrún Edda Jónsdóttir og Chistian H Holm
Á myndinni frá vinstri við undirritun samningsins: Frá Herlev, Bjarne Kaspersen Hansen varabæjarstjóri, Frá Höganäs Peter Kovács bæjarstjóri, Frá Seltjarnarnesbæ Sigrún Edda
Jónsdóttir bæjarfulltrúi og frá Nesodden Christian Hintze Holm bæjarstjóri.

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: