Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Jónsmessuganga á milli listaverka bæjarins og sungið þar til bálið brann út

28.6.2010

Árleg Jónsmessuganga menningarnefndar Seltjarnarness var farin miðvikudaginn 23. júní og var með eindæmum vel heppnuð.  Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, rithöfundur og sýningarstjóri leiddi gönguna á milli útilistaverka á Seltjarnarnesi. Hann sagði frá verkunum og höfundum, merkingu verkanna og vali á staðsetningu. Var margt um manninn enda veðrið dásamlegt, þá var bragðað á hákarli sem verkaður er í hákarlaskúrnum á Seltjarnarnesi. Hitaveita Seltjarnarness bauð upp á íslenskt brennivín og harðfisk.

Að lokum var farið niður í fjöru þar sem kveikt var í brennu og sungið undir harmonikkuleik Gunnars Kvaran. Var sönggleðin mikil og sungið var þar til bálið brann út.

Jónsmessuganga 2010 Jónsmessuganga 2010

Jónsmessuganga 2010 Jónsmessuganga 2010

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: