Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Ungur nemur gamall temur eða öfugt?

12.8.2010

Vinnuskóli 2010Öll ungmenni á aldrinum 14 til 17 ára fengu vinnu í sumar hjá Vinnuskóla Seltjarnarness. Ungmenni sem voru en 18 ára og eldri og sóttu um sumarstarf innan tiltekins umsóknarfrests fengu 70% starf hjá Seltjarnarnesbæ í fjölbreyttum störfum s.s. við skönnun á ljósmyndum, símsvörun, skönnun á gögnum, garðyrkju, hreinsun, leikjanámskeið og smíðavelli svo eitthvað sé nefnt.

Þá var einnig hópur ungmenna sem sá um tölvunámskeið fyrir eldri borgara í tölvuveri Valhúsaskóla. Lögð var áhersla á að nota tölvuna sem afþreyingar- og samskiptatæki auk þess var ritvinnsluforritið Word kynnt fyrir nemendum. Var mikil lukka með námskeiðin sem voru gríðar vel sótt.

Í lok sumars var haldin uppskeruhátið í Nauthólsvík þar sem brugðið var á leik í blíðskaparveðri.

Vinnuskóli 2010 Vinnuskóli 2010

Vinnuskóli 2010 Vinnuskóli 2010

Vinnuskóli 2010 Vinnuskóli 2010

 

Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: