Vefþulan er vefþjónusta ætluð þeim sem einhverra hluta vegna eiga erfitt með að lesa texta af skjá

Fréttir og útgefið efni
Fréttir

Símenntun með nýju sniði

19.8.2010

Endurmenntun kennara er veigamikill liður í skólastarfi og jákvæð reynsla af endurmenntunarnámskeiðum mikilvæg. Með það í huga lögðu stjórnendur í Grunnskóla Seltjarnarness af stað með nýtt snið af námskeiðum þar sem áhersla var lögð á þátt kennaranna sjálfra í að skipuleggja sína eigin endurmenntun.

 Skólaárið 2009–2010 var endurmenntun kennara í Grunnskóla Seltjarnarness með nýju sniði sem kallað var ,,klæðskerasaumuð símenntun". Markmiðið var að hver kennari gæti sjálfur skipulagt endurmenntun sína á þann hátt sem hann taldi gagnast sér best. Umsjón með verkefninu höfðu Ingvar Sigurgeirsson, prófessor á Menntavísindasviði, og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, kennslufræðingur og doktorsnemi við Menntavísindasvið.
Senda grein

Fréttir og útgefið efni
Leitaðu í eldri fréttum

Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 1 Gott aðgengi fatlaðra, forgangur 2

Útlit síðu: